Dönsk skattayfirvöld innheimta skatt af leynisjóðum

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Dönsk skattayfirvöld hafa ráðist til atlögu við auðuga Dani sem hafa falið háar fjárhæðir í löndum á borð við Sviss og Gíbraltar til að komast undan því að greiða skatt. Skattayfirvöld hafa síðan árið 2005 fylgst með notkun Dana á erlendum greiðslukortum, og þannig komist á snoðir um hundruð slíkra tilfella.

250 manns sæta nú þegar rannsókn, en verið er að hefja rannsókn á 300 til viðbótar eftir að nýrri gerð greiðslukorta var bætt á lista yfir kort sem fylgst er með. Rannókn 50 mála er þegar lokið með greiðslu á 10 milljónum danskra króna, eða sem svarar um 110 milljónum íslenskra króna.

Þeir sem sæta rannsókn eru allir vellauðugir og telja m.a. þekkt fólk, kaupsýslumenn, leikstjóra, íþróttamenn og aðra sem haft hafa miklar tekjur erlendis.

Yfirvöld láta sér að sjálfsögðu ekki nægja að innheimta aðeins skattinn, heldur mega skattsvikararnir eiga von á háum fjársektum og fangelsisvist í refsiskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert