42 látnir í hitabylgju í Evrópu

Þessi búlgarski piltur reyndi að kæla sig í hitanum í …
Þessi búlgarski piltur reyndi að kæla sig í hitanum í Sofiu AP

Að minnsta kosti 42 hafa látist í hitabylgju á Ítalíu, Grikklandi og í ríkjum á Balkanskaganum undanfarna viku. Stór hluti Aþenu, höfuðborg Grikklands hefur verið án rafmagns í dag og tilkynnt hefur verið um 90 kjarrelda í Grikklandi.

Í dag mældist 44 stiga hiti í Aþenu og í borginni Argos en heldur er að kólna á Balkanskaga. Á morgun er einnig spáð kólnandi veðri í Grikklandi og búist við að hitinn fari niður 40 gráður víðast hvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert