Umhverfissinnar ekki allir jafn hrifnir af Live Earth

Nokkrar af stærstu tónlistarstjörnum heims taka nú þátt í Live Earth tónleikum sem standa yfir London, Shanghai, Jóhannesarborg og Hamborg en samsvarandi tónleikum er þegar lokið í Sydney og Tokyo. Skipuleggjendur tónleikanna segja að um tveir milljarðar manna hafi aðgang að tónleikunum í sjónvarpi, útvarpi og á netinu en tilgangur tónleikanna er að vekja fólk til vitundar um gróðurhúsaáhrifin og þær breytingar sem þau valda á lífríki jarðar.

Gagnrýnendur tónleikanna segja það hins vegar hræsni að fá tónlistarfólkið til að fljúga fram og til baka vegna tónleikanna en eldsneytisnotkun flugvéla er stór orsakavaldur gróðurhúsaáhrifa.

“Það er eitthvað fáránlegt við það að safna saman ríkasta fólki veraldar og láta það segja: Heyriði við verðum að hægja aðeins á okkur. Það verður að viðurkennast að það er mjög fáránlegt,” George Marshall, talsmaður loftslagsverndarsamtakanna Climate Outreach Information Network í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert