Nýtt barnaþorp opnað í Úsbekistan

Börnin sem búa í SOS-barnaþorpinu í Úsbekistan.
Börnin sem búa í SOS-barnaþorpinu í Úsbekistan.

SOS-barnaþorp opnuðu nýtt barnaþorp í Úsbekistan 8. júní síðastliðinn. Barnaþorpið í Samarkand er annað þorpið sem er opnað í Úsbekistan. Árið 2001 var SOS-barnaþorpið Tashkent opnað, en þar búa um 100 börn í 14 fjölskylduhúsum.

Vonast til að börnin festi sig í sessi

Helmut Kutin, forseti SOS-barnaþorpanna, ásamt trúarleiðtogum svæðisins klippti á borðann við opnun barnaþorps númer tvö í Úsbekistan þann áttunda júní síðastliðinn.

Kutin beindi orðum sínum til SOS-mæðranna á staðnum og lagði áherslu á það mikilvæga starf sem þær vinna í þágu barnanna.

„Við vonum að þessi börn hafi fest sig í sessi í hjörtum ykkar og hugum – ekki bara í húsunum. Ég vona að þegar ég kem aftur til Samarkand, að eitt af börnunum muni vera bæjarstjórinn,” sagði Kutin í ræðu sinni að er kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Færði kveðjur forsetafrúarinnar

Núverandi bæjarstjóri í Samarkand sagði að allt sveitarfélagið kynni vel að meta starf SOS-barnaþorpanna í Úsbekistan og tjáði stuðning sinn.

„Nú höfum við þorp þar sem 52 börn fá athygli og ummönnun á hverjum degi. Íbúar þessa barnaþorps munu aldrei skorta athygli okkar heldur.” Borgarstjórinn skilaði líka kveðju frá forsetafrúnni, Tatyana Akbarova, sem að gaf tölvuver og rútu til þorpsins.

Börnin tóku þátt í hátíðarhöldunum

Eftir ræðurnar hélt athöfnin áfram með tónleikum sem börnin í þorpinu buðu gestum uppá. Þar voru fjölbreytt atriði á dagskrá, allt frá söng og ljóðalestri til dans og bardagaíþrótta. Þar að auki var SOS lagið sungið bæði á ensku og úsbek af öllum viðstöddum ásamt því sem gestirnir dönsuðu við börnin og allir skemmtu sér konunglega.

Að syngja saman með Helmut Kutin var það sem stóð upp úr hjá Dilmurod, níu ára dreng sem hefur búið í barnaþorpinu í mánuð.

„Mér líkar lagið; ég lærði það á einni viku. Það var alveg frábært þegar gestirnir sungu og dönsuðu með okkur. Ég get ekki útskýrt það, en ég vil vera hérna. Ég veit ekki af hverju, en mér líður vel hérna.”

Barnaþorpið í Samarkand er annað þorpið sem er opnað í Úsbekistan. Árið 2001 var SOS-barnaþorpið Tashkent opnað, en þar búa um 100 börn í 14 fjölskylduhúsum.

SOS-barnaþorpið í Samarkand tók fyrst á móti börnum sumarið 2005 og á meðan þorpið var ennþá í byggingu, bjuggu SOS-mæður og börnin í leiguíbúðum. Í ágúst 2006 fluttu þau til þorpsins og núna eru það 52 börn sem búa í 12 fjölskylduhúsum. Ennþá eru fleiri börn að koma í þorpið og enn er verið að þjálfa mæður til þess að geta tekið á móti þeim.

Helmut Kutin, forseti SOS-barnaþorpa, dansar með börnunum.
Helmut Kutin, forseti SOS-barnaþorpa, dansar með börnunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert