Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu

Frá Musterishæð í Jerúsalem. Tæpur helmingur aðspurðra í sex Evrópulöndum …
Frá Musterishæð í Jerúsalem. Tæpur helmingur aðspurðra í sex Evrópulöndum segist trúa því að gyðingar séu hliðhollari Ísrael en þeim löndum þar sem þeir búa AP

Andúð gagnvart gyðingum er að aukast í Evrópu samkvæmt könnun sem gerð var í sex Evrópulöndum. Sagðist helmingur þeirra sem svaraði könnuninni trúa því að gyðingar væru hliðhollari Ísrael en þeim löndum sem þeir væru búsettir í og sagðist þriðjungur telja að gyðingar hefðu of mikil ítök í fjármála- og viðskiptaheiminum.

Skýrslan var unnin af samtökum gegn ófrægingu gyðinga (Anti-Defamation League) og voru tekin viðtöl við 500 manns í sex löndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Ungverjalandi, Hollandi og Sviss.

Abraham Foxman, formaður samtakanna, segir að niðurstöðurnar sýni að neikvætt viðhorf gagnvart gyðingum hverfi seint. Segir hann að það að svo margir efist um hollustu gyðinga sé það sem veki hvað mestan óhug í hans huga þar sem slíkt geti stuðlað að ofbeldi og óréttlæti gegn gyðingum.

Í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sögðu 38,2% að líklega væri sú fullyrðing sönn að gyðingar væru hollari Ísrael en eigin landi. 49,7% aðspurðra svaraði með sama hætti nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert