Aftökustoppi lokið í Flórída

Síðastliðna sjö mánuði hafa engir fangar verið teknir af lífi í Flórída, í kjölfar þess að það mistókst að taka fangann Mark Dean Schwab af lífi með banvænni sprautu. Sprauta þurfti Schwab tvisvar, sökum þess að ekki tókst að hitta á æð í fyrstu tilraun, og var dauðastríð hans 34 mínútur.

En í gær undirritaði Charlie Crist ríkisstjóri dauðadóm í fyrsta sinn í sjö mánuði. Crist sagði af þessu tilefni að hann væri þess fullviss að þjálfun, skipulagning og samskiptaferlar tengdir dauðarefsingum í Flórída væru í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert