Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?

Steingeitin lendir oftar í umferðaóhöppum, samkvæmt rannsókn norska tryggingafélagsins TrygVesta á tengslum stjörnumerkis ökumanna og tíðni umferðaóhappa. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Rannsóknin byggði á spurningum sem allir ökumenn svara ef óhapp verður. Stýrt var fyrir aldri, gerð bílsins, heimilisfangi og hversu lengi ökumaður hafði verið með ökuréttindi.

Upplýsingafulltrúi TrygVesta segir að áhrif stjörnumerkis hafi verið könnuð meira í gríni en í alvöru. Rannsakendum til mikillar furðu fundust tengsl milli þeirra sem fæddir eru undir merki steingeitarinnar (frá 21. desember til 20. janúar) og aukinnar tíðni á umferðaóhöppum. Steingeitur eru í um 2,5% meiri hættu í umferðinni en önnur stjörnumerki og telst munurinn vera marktækur.

Tryggingafélagið leitaði til stjörnuspekinga með niðurstöðurnar sem sögðu Steingeitina almennt fylgja reglum og lögum og gæta öryggis. Hún sé þó oft óákveðin og gæti því verið of lengi að ákveða hvernig eigi að bregðast við í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert