Átta milljónir Breta eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum

Íbúar í London þykja líklegri en aðrir Bretar að eiga …
Íbúar í London þykja líklegri en aðrir Bretar að eiga í greiðsluerfiðleikum. AP

Yfir átta milljónir Breta eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum og er þetta 30% aukning miðað við fyrra ár. Rekja má erfiða skuldastöðu fólks fyrst og fremst til hárra vaxta að því er fram kemur niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Um 8,2 milljónir einstaklinga, um 18% allra fullorðinna Breta, skulda yfir 10.000 pund eða meira (rúmar 1,2 milljónir kr.). Þá er verið að tala um greiðslukortaskuldir, yfirdrætti og lán. Þetta kemur fram í rannsókn sem ráðgjafafyrirtækið Thomas Charles gerði.

Þá hefur þeim einnig fjölgað sem eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir.

Um fjórðungur þeirra sem eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum, þ.e. skulda 10.000 pund eða meira, segja að þeir eigi oft í erfiðleikum með að greiða upp skuldir sínar, og er það aukning um níu prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Alls tóku 2.115 fullorðnir Bretar þátt í könnuninni. Þar kemur jafnframt fram að íbúar Lundúna séu líklegri en aðrir að eiga í greiðsluerfiðleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert