Hlekkjaður við tré í sex daga

Tæplega fimmtugur karlmaður fannst hlekkjaður við tré inni í miðjum skógi í Vancouver í Kanada, en þar hafði hann verið í sex daga að eigin sögn. Mannaferðir eru heldur sjaldgæfar á staðnum þar sem maðurinn fannst, en það varð honum til lífs að veiðimenn sem leituðu hunds heyrðu neyðaróp mannsins. Sagt er frá þessu á vefsíðu Berlingske Tidende.

Lögregla notaði þyrlu til að sækja manninn þar sem svæðið er skógi vaxið fjalllendi, og illt yfirferðar.

Maðurinn var sagður nokkuð þrekaður er honum var bjargað en ekki í lífshættu. Þegar lögregla ræddi við manninn gaf hann þær skýringar að hann hefði sjálfur farið á afskekktan stað og hlekkjað sig við tré í þeim tilgangi að fremja sjálfsmorð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert