Sóldýrkendur meðvitaðir um hættuna á húðkrabbameini

Sólarbað á Spáni
Sólarbað á Spáni Brynjar Gauti

Stór hluti sóldýrkenda segist vera meðvitaður um þá hættu sem fylgir því að sólbrenna en samkvæmt könnun sem góðgerðarsamtökin Cancer Resarch UK gerði segjast 90% vita af þeirri hættu sem fylgja miklum sólböðum en 40% líta á sem svo að sólbruni sé óumflýjanlegur hluti af því að verða sólbrúnn. Fréttavefur BBC segir frá þessu.

Samtökin vara við því að slæmur sólbruni tvöfaldi líkurnar á því að fá húðkrabbamein, sem er með algengustu afbrigðum krabbameins í Bretlandi.

75.000 manns greinast árlega með húðkrabbamein í Bretlandi og látast um 1.800. Húðkrabbameinstilfellum hefur fjölgað undanfarin tuttugu ár hraðar en nokkrum öðrum gerðum krabbameins en sérfræðingar ætla að hægt sé að koma í veg fyrir um 90% þeirra tilfella með því að forðast sólina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert