Fannst á lífi eftir að hafa flotið í sex tíma á Dauðahafinu

Shneur Zalman Friedman var þrekaður og þreyttur er hann fannst, …
Shneur Zalman Friedman var þrekaður og þreyttur er hann fannst, en heill á húfi AP

Átta ára ísraelskur drengur fannst á lífi eftir að hafa verið í týndur í sex klukkustundir í Dauðahafinu. Drengurinn, Shneur Zalman Friedman, var á ferð með fjölskyldu sinni á vinsælum sumarleyfisstað við hafið, hann var á sundi með föður sínum þegar sterkur straumur hreif hann með sér og hvarf drengurinn, björgunarmenn segja að svo langur tími hafi liðið að þeir hafi í raun verið að leita að líki þegar drengurinn fannst.

Salthlutfall er afar hátt í Dauðahafinu, sem veldur því að sundmenn geta flotið vandræðalaust á yfirborði þess.

Drengurinn fannst um þrjá kílómetra frá ströndinni, þreyttur og þyrstur en heill á húfi. Hann sagði björgunarmönnum að hann hefði beðið bænir og hugsað um skólafélaga sína meðan hann var einn á floti á hafinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert