Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran

Rúmlega 100 dagblöð hafa verið bönnuð í Íran frá árinu …
Rúmlega 100 dagblöð hafa verið bönnuð í Íran frá árinu 2005 Reuters

Umbótasinnaða dagblaðinu Shargh í Íran var í dag lokað, aðeins þremur mánuðum eftir að stjórnvöld gáfu því leyfi til útgáfu á ný eftir bann. Stjórnvöld hafa gefið þá skýringu að ákvörðunin hafi verið tekin vegna viðtals sem tekið var við skáldkonu andsnúna stjórnvöldum þar sem hún gagnrýndi sýn stjórnvalda á samskipti kynjana.

Ritstjóri blaðsins segir aðeins um tylliástæðu að ræða og að tilgangurinn sé að þagga niður í síðustu gagnrýnisröddunum sem enn fá að heyrast í landinu.

Saqhi Qahraman, hið umdeilda skáld, sagði í viðtali sem birt var í fyrradag að karlmenn ættu að leika stærra hlutverk inni á heimilinu, svo sem með því að taka þátt í að sjá um börn sín. Blaðið baðst í dag afsökunar á því að hafa birt viðtalið.

Rúmlega 100 umbótasinnuð dagblöð hafa verið bönnuð síðan Mahmoud Ahmadinejad tók við embætti forseta árið 2005, margir blaðamanna á Shargh eru fyrrum ritstjórar blaða sem hafa verið bönnuð. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert