Endeavour af stað út í geim

Geimferjunni Endeavour var skotið á kvöld frá Canaveralhöfða á Flórída í kvöld. Ferð geimferjunnar var heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Sjö manna áhöfn er um borð, þar á meðal kennarinn fyrrverandi Barbara Morgan. Hún var staðgengill kennarans Christu McAuliffe, sem fórst ásamt öðrum í áhöfn geimferjunnar Challenger árið 1986.

Gert er ráð fyrir að geimferjan komi að geimstöðinni eftir tvo daga. Tilgangur fararinnar er að flytja ýmsan búnað til geimstöðvarinnar.

Áhöfn Endeavour.
Áhöfn Endeavour. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert