Jökulbrot féll á skemmtiferðaskip og slasaði 18

Brot sem féll úr jökli á Svalbarða í gærkvöldi lenti á rússnesku skemmtiferðaskipi með 72 um borð með þeim afleiðingum að 18 manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, að því er lögregla á Svalbarða greindi frá í dag. Fjórir hinna slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi til Tromsö, hinir fóru á sjúkrahús á Svalbarða.

Fimmtíu farþegar voru um borð í skipinu, allir breskir. Að sögn lögreglu hafði skipinu verið siglt upp að Hornjökli þegar brot úr honum lenti á síðu skipsins og einnig á dekkinu, þar sem nokkrir farþegar voru. Einnig varð mikill veltingur þegar brot úr jöklinum lentu í sjónum rétt við skipið og köstuðust farþegarnir til.

Talsmaður lögreglunnar sagði það alvanalegt að skip með farþega færu nálægt jöklinum, „en ekki svona nálægt.“ Hollenskt fyrirtæki gerir skipið út, en það er rússneskt og skipstjórinn rússneskur. Skipið var byggt 1990 sem rannsóknaskip en var breytt til útsýnisferða með farþega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert