Fjórði hver Dani trúir á engla

Frá Kaupmannahöfn í Danmörku.
Frá Kaupmannahöfn í Danmörku. mbl.is/Ómar

Fjörutíu og þrjú prósent Dana trúa á engla samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem birtar voru í kristilega dagblaðinu Kristeligt Dagblad í dag. Fimmtán prósent af þeim 964 sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki efast um það að englar væru til, en 28% sögðu það vera líklegt.

Um 51% aðspurðra sögðust ekki trúa á engla, en um 6% sögðust ekki vera vissir.

Fram kemur að þeir sem eru líklegastir til þess að trúa á engla eru konur og miðaldra fólk.

Átta prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni og lýstu sjálfum sér sem guðleysingja sögðust trúa á engla.

Tim Jensen, sem er aðstoðarprófessor í trúfræði við háskólann í Suður-Danmörku, sagði í samtali við dagblaðið að niðurstöðurnar hefðu komið honum á óvart.

„Það að um helmingur Dana trúi á engla á einn eða annan hátt virkar sem mjög hátt hlutfall. En spurningin er hvort þeir trúi á engla vegna trúarlegrar sannfæringar eða í ljóðrænum skilningi,“ sagði hann.

„Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum,“ sagði hann.a

Um 85% Dana eru mótmælendatrúar, en aðeins lítill hluti þeirra sækja guðþjónustur reglulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert