Foreldrar Madeleine McCann komnir heim til Bretlands

Kate og Gerry McCann.
Kate og Gerry McCann. AP

Foreldrar Madaleine McCann eru komnir aftur heim til Bretlands en þau halda því fram að þau séu á engan hátt viðriðin hvarf dóttur þeirra í Portúgal. Kate og Gerry McCann hafa bæði fengið réttarstöðu grunaðra í málinu. Ekkert hefur spurst til dóttur þeirra frá því í maí sl.

Gerry McCann sagði skömmu eftir að þau hjónin lentu að þau væru komin til Bretlands vegna barnanna þeirra og þá báðu þau fjölmiðla um að virða friðhelgi þeirra.

Fram hefur komið í dagblöðum að hjónin hafi sagt að lögreglan í Portúgal hafi reynt að koma sökinni á þau.

Madeleine hvarf úr íbúð sem fjölskyldan hafði á leigu í Portúgal þann 3. maí sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert