Burj-turninn í Dubai orðinn hæsta bygging í heimi

Burj Dubai.
Burj Dubai. AP

Burj-turninn sem er að rísa í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er nú orðinn 555 metra hár, og þar með hæsta frístandandi bygging í heiminum, að því er eigendur turnsins greindu frá í dag. Byggingu Burj á að ljúka á næsta ári, og verður hann þá yfir 800 metra hár, og 139 hæðir.

Fram til þessa hefur CN-sjónvarpsturninn í Toronto í Kanada, sem er 553 metrar, verið hæsta bygging heims, en byggingu hans lauk 1976. Í Burj verða skrifstofur, íbúðir, verslanir og hótel. Greint var frá því í júlí að Burj væri þá orðinn hærri en Taipei 101-turninn á Taiwan, sem er 508 metrar, og var hæsta hús heims.

Eigandi Burj er Emaar Properties, en Samsung sér um að reisa turninn. Hönnuður er Skidmore, Owings og Merrill í Chicago.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert