Milljónamæringur ætlar að veita McCann-hjónunum aðstoð

Kate McCann, móðir Madeleine með tvíburana Sean og Amelie, í …
Kate McCann, móðir Madeleine með tvíburana Sean og Amelie, í Rothley í Suður Englandi. Reuters

Breskur milljónamæringur, Brian Kennedy, segist ætla að veita foreldrum Madeleine McCann fjárhagsaðstoð til að berjast gegn þeim "ótrúlegu ásökunum" sem þau hafi verið borin. Kennedy er kaupsýslumaður og eigandi ruðningsliðs. Hann segist hafa fundið sig knúinn til að veita McCann-hjónunum hjálp.

Hann ætlar að aðstoða þau með ýmsum hætti; fjárhagslega og veita þeim þjónustu lögfræðings sem hann hefur á sínum snærum. Foreldrar Madeleine hafa réttarstöðu grunaðra í Portúgal, en lögreglan þar telur að þau kunni að hafa átt þátt í hvarfi stúlkunnar í maí.

McCann-hjónin eru læknar, en hafa ekki snúið aftur til vinnu eftir að þau komu frá Portúgal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert