Breskir íhaldsmenn vilja kosningar

Gordon Brown þarf ekki að boða til kosninga fyrr en …
Gordon Brown þarf ekki að boða til kosninga fyrr en árið 2010, en er engu að síður sagður vera að íhuga alvarlega að boða til þeirra á næstunni AP

Breskir íhaldsmenn hvöttu í dag Gordon Brown, forsætisráðherra, til að boða til kosninga sem fyrst. Þingmaðurinn William Hague sagði í dag á flokksþingi íhaldsmanna sem haldið er í bænum Blackpool að flokkurinn væri tilbúinn og þyrsti í sigur. Skoðanakannanir benda til þess að Verkalýðsflokkurinn hafi mikið forskot á íhaldsmenn, en Gordon Brown, sem tók við embætti forsætisráðherra í sumar, nýtur mikilla vinsælda.

Formaður Íhaldsflokksins, David Cameron hefur látið svipuð orð falla og Haguem en hann sagði í viðtali í bresku sjónvarpi á föstudag að flokkurinn væri tilbúinn til að ganga til kosninga, en viðurkenndi að á brattann væri að sækja.

Verkalýðsflokkurinn hefur samkvæmt könnunum um 11% forskot á Íhaldsflokkinn og er Brown sagður vera að íhuga alvarlega að boða til kosninga. Orðrómur er um að hann muni jafnvel boðað til kosninga á næstu vikum. Kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í maí árið 2010, en ýmsir eru á því að Brown þurfi að boða kosninga til að fá fullt umbooð bresku þjóðarinnar, en hann tók við embætti af Tony Blair á miðju kjörtímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert