Átök í Afríku sögð kosta jafnmikið og ríkin hafa fengið í þróunaraðstoð

Líbería er eitt ríkja Afríku sem enn er að jafna …
Líbería er eitt ríkja Afríku sem enn er að jafna sig eftir langvarandi borgarastyrjöld. Reuters

Fram kemur í nýrri skýrslu þar sem fjallað er um vopnuð átök í Afríku að kostnaður við þróunarmál í álfunni, yfir 15 ára tímabil, nemi nærri 300 milljörðum Bandaríkjadala.

Ýmis óháð samtök, s.s. bresku Oxfam-samtökin, unnu að rannsókninni. Þau segja að átökin í Afríku hafi kostað jafnmikið og ríki álfunnar hafa fengið í þróunaraðstoð á sama tímabili.

Þetta er í fyrsta sinn sem sérfræðingar hafa reiknað heildaráhrif vopnaðra átaka á þróunaraðstoð.

Fram kemur í skýrslunni að á milli 1990 og 2005 hafi blossað átök í 23 Afríkuríkjum. Meðalkostnaður afrískra hagkerfa vegna átakanna er sagður nema 18 milljörðum dala á ári.

Ellen Johnson-Sirlief, forseti Líberíu, ritaði inngangsorð skýrslunnar. Líbería en er enn í sárum eftir langvarandi borgarastyrjöld. Hún sagði í samtali við BBC að það sem keyri styrjaldir áfram sé útbreiðsla og dreifing vopna.

„Við þurfum að draga úr byssuframboði á átakasvæðum í Afríku, og vopnasáttmáli er nauðsynlegur ef það á að takast,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert