Múslímaleiðtogar hvetja til sátta múslíma og kristinna manna

Hundrað þrjátíu og átta áhrifamiklir múslímaleiðtogar hafa skrifað Benedikt XVI páfa og öðrum kristnum leiðtogum opið bréf þar sem þeir hvetja til þess að kristnir menn og múslímar semji frið sín á milli. Leiðtogar kristinna manna á Vesturlöndum hafa fagnað bréfinu en margir hafa þó bent á að múslímaleiðtogarnir tali ekki fyrir hönd herskárra íslamista. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þá hefur verið bent á að bréfið sé hvorki sent til þjóðarleiðtoga né sé það frá þjóðarleiðtogum og að ekki sé vísað til gyðinga í bréfinu.

Jan Lindhardt, erkibiskup í Hróarskeldu í Danmörku, segir bréfið næstum hljóma of gott til að vera satt. “Hamas-samtökin drápu um helgina kristinn bóksala á Gasasvæðinu. Krisdtin kirkja og gyðingar eru ofsótt víða um heim en það sama verður ekki sagt um múslíma,” sagði hann.

Bréfið er 29 síðna langt og þar er m.a varað við því að framtíð mannkynsins sé undir því komna að kristnir menn og múslímar láti af erjum sínum og sífjölgandi árekstrum.

“Geti ekki múslímar og kristnir menn lifað saman í friði, er ekkihægt að koma á friði í heiminum. Hið hræðilega vopnakapphlaup nútímans og samþættingu samfélaga múslíma og kristinna manna, sem á sér engin fordæmi, getur hvorugur hópurinn, sem telur rúmlega helming jarðarbúa, unnið einhliða sigur í átökum,” segir m.a. í bréfinu.

Undir bréfið skrifa múslímaleiðtofgar frá Afríku, Miðausturlöndum, Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku og á meðal þeirra eru yfirklerkar Egyptalands, Palestínu, Jórdaníu, Óman, sýrlands, Bosníu og Rússlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert