Skemmdarverk á dönsku minkabúi

Ekki er vitað hver stóð að því að sleppa minkunum …
Ekki er vitað hver stóð að því að sleppa minkunum en lögreglu grunar dýraverndunarsinna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Talið er að um 5 þúsund minnkum hafi verið sleppt út af minkabúi í grennd við Asp sem er um 320 km norðvestur af Kaupmannahöfn. Málið er í rannsókn en enginn liggur undir grun. Yfirvöld elta nú minkana sem sluppu út í nótt.

Minkabú urðu reglulega fyrir slíkum heimsóknum dýraverndunarsinna á síðasta áratug en Danir framleiða mikið af minkaskinnum fyrir feldskera og ala um 12 milljónir dýra á ári hverju.

Svipuð árás var gerð á minkabú í Finnlandi í ágúst en þá var um 2500 minnkum sleppt lausum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert