Breskur þingmaður í vandræðum á bandarískum flugvelli

Breski þingmaðurinn Shahid Malik lenti í vandræðum á Dulles flugvelli í Washingtonborg í gærmorgun þar sem handfarangur hans reyndist innihalda agnir af sprengiefni. Var þingmaðurinn, sem er fyrsti þingmaðurinn á breska þinginu sem er islamtrúar, rannsakaður hátt og lágt og hafður í haldi starfsmanna bandaríska heimavarnaráðuneytisins DHS) um stund.

Í viðtali við Independent lýsir Shahid Malik yfir vonbrigðum með vinnubrögð DHS en hann var að koma fundi með starfsmönnum ráðuneytisins í Washington þegar hann var stöðvaður á flugvellinum. Að sögn Malik var hann ekki einn um að vera stöðvaður heldur voru tveir til viðbótar teknir til hliðar og rannsakaðir hátt og lágt. Það sem þeir þrír áttu sameiginlegt var að bera múslimsk nöfn og vera múslimar. Malik segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann verði fyrir þessu á ferðalögum í Bandaríkjunum en á síðasta ári var honum haldið í klukkustund á JFK flugvelli í New York af DHS. En þá var hann einnig staddur í Bandaríkjunum að tilstuðlan DHS þar sem hann var aðalræðumaður á ráðstefnu sem DHS skipulagði ásamt FBI og samtökum múslima í New York. Helsta umræðuefnið á ráðstefnunni var hvernig bregðast ætti við öfgahópum og varnir gegn hryðjuverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert