Á þriðju milljón Íraka hafa flúið heimili sín

Starfsmenn Rauða hálfmánans reyna að aðstoða íraska flóttamenn
Starfsmenn Rauða hálfmánans reyna að aðstoða íraska flóttamenn AP

Talið er að 2,3 milljónir Íraka, mestmegnis konur og börn, hafi flúið heimili sín í Írak frá innrás Bandaríkjamanna inn í landið í mars 2003, samkvæmt upplýsingum frá Rauða hálfmánanum í Írak. Í septembermánuði flúðu 370 þúsund manns heimili sín vegna stríðsástandsins í Írak.

Samkvæmt upplýsingum frá Rauða hálfmánanum er staða flestra flóttamannanna afar bágborin. Um tvær milljónir hafa flúið land, og þá yfirleitt til nágrannaríkjanna, samkvæmt skýrslu frá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Af flóttamönnunum eru 65,3% þeirra börn og 18,6% konur. Flestir flóttamannanna sem eru enn í Írak dvelja í flóttamannabúðum á Bagdad-svæðinu.

Í skýrslu Rauða hálfmánans þjást flestir þeirra af ýmiskonar sjúkdómum og vannæringu. Börnin ganga ekki í skóla og halda til í tjöldum þar sem hvorki rafmagn né rennandi vatn er að finna. Í mörgum tilvikum eru börnin án fjölskyldu. Mörg þeirra glíma við sálræn vandamál meðal annars vegna þess hvað þau hafa þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum í stríðshrjáðu landi. Vegna fátæktar er ekki mögulegt fyrir flóttamennina að útvega helstu nauðsynjar svo sem fæði og húsnæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert