Norskar takmarkanir á áfengisinnflutningi brot gegn EES-samningi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi norskum stjórnvöldum í dag rökstutt álit þess efnis, að takmarkanir sem gilda þar í landi við innflutning einstaklinga á áfengi, brjóti gegn ákvæðum um frjálst vörufræði sem kveðið er á um í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

ESA gerði fyrst athugasemdir við þessar takmarkanir árið 2004 en Norðmenn hafa sagt, að þessar takmarkanir tengist einkaleyfi norska ríkisins á áfengissölu.

ESA segist fallast á, að Norðmenn geti viðhaldið einkasölufyrirkomulaginu í Noregi. Öðru máli gegni um innflutning einstaklinga á áfengi til persónulegra nota. Er m.a. vísað í dóm Evrópudómstólsins gegn Svíum þar sem svipaðar takmarkanir voru í gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert