Piltur handtekinn í Danmörku fyrir að halda stúlku fanginni

Lögregla í Danmörku rannsakar nú hvort fjölskylda 19 ára gamals pilts hafi vitað, að hann lokaði jafnöldru sína inni í skúr í Suðurhöfninni í Kaupmannahöfn í 9 daga og misþyrmdi henni. Við hliðina á skúrnum er nefnilega fyrirtæki sem fjölskylda piltsins á.

Pilturinn var handtekinn í gær eftir að stúlkan fannst. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald ákærður fyrir frelsissviptingu og gróft ofbeldi en stúlkan var barin og brennd. Þá fékk hún lítið sem ekkert að borða og drekka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert