Heathrow flugvöllur stækkaður

68 milljónir farþega fara um Heathrow flugvöll árlega, en völlurinn …
68 milljónir farþega fara um Heathrow flugvöll árlega, en völlurinn var hannaður fyrir 45 milljónir farþega. Reuters

Breska ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sín um að bætt verði við þriðju flugbrautinni á Heathrow flugvelli og sjöttu flugstöðinni við flugvöllinn. Samgönguráðherra Bretlands, Ruth Kelly, sagði er hún kynnti áform ríkisstjórnarinnar að flugvöllurinn gæti vart annað meiri umferð en nú þegar er um hann og að svo sé komið að minni háttar vandamál geti valdið miklum töfum á flugumferð.

Kelly sagði er hún kynnti áformin að flugvöllurinn gegndi lykilhlutverki í farþegaflutningum og útflutningi á breskum afurðum og að hætta væri á að flugvöllurinn missti stöðu sína sem flugvöllur á heimsmælikvarða ef ekkert yrði að gert.

Fyrirtækið BAA, sem á og rekur sjö stóra flugvelli í Bretlandi, þar á meðal Heathrow, Stansted og Gatwick, hefur verið gagnrýnt af breskum samkeppnisyfirvöldum fyrir að hafa ekki tekið á miklum röðum sem myndast hafa á Heathrow. Fimmta flugstöðin verður opnuð við flugvöllinn í mars á næsta ári en hann mun þá geta tekið við um 75 milljón farþegum á ári. Flugvöllurinn var hannaðir til að ráða við 45 milljónir farþega, en 68 farþegar fara nú um hann árlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert