Börn tína bómull fyrir H&M

mbl.is/GSH

Sænska verslunarkeðjan Hennes & Mauritz notar bómull til fataframleiðslu, sem börn í Úsbekistan tína. Þetta er fullyrt í sænskri heimildarmynd, sem sýnd verður í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. H&M hefur ítrekað fordæmt barnaþrælkun.

Í myndinni koma fram upplýsingar frá mannréttindasamtökum um að 450 þúsund börn í Úsbekistan, allt niður í 7 ára gömul, eru neydd til að fara út á bómullarakrana á haustin til að tína bómull. Er skólum landsins lokuð svo börnin geti unnið launalaust á ökrunum í allt að 8 tíma á dag

Mestöll uppskeran er seld til evrópskra fyrirtækja, sem framleiða fataefni. Sænska sjónvarpið fullyrðir, að H&M sé meðal þeirra fataframleiðenda, sem notar bómull frá Úsbekistan. Undirverktaki H&M í Bangladesh kaupir bómull beint frá landinu.

Fram kemur, að bómull frá Úsbekistan sé oft blandað saman við aðra bómull og því sé erfitt að meta hve mikið af þessari bómull H&M notar.

Fréttavefur sænska blaðsins Expressen hefur eftir Katarina Kempe, talskonu H&M, að það séu ekki nýjar upplýsingar, að börn séu notuð í vefnaðarframleiðslu. Fyrirtækið líði hins vegar ekki barnaþrælkun hjá sínum birgjum og vilji ekki að slíkt eigi sér stað.  Fyrirtækið hafi lengi reynt að hafa áhrif á aðra framleiðendur í þessu efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert