ÖSE: Kosningar í Rússlandi stóðust ekki kröfur

ÖSE segir rússnesku þingkosningarnar ekki hafa staðist þær kröfur sem …
ÖSE segir rússnesku þingkosningarnar ekki hafa staðist þær kröfur sem gerðar séu til lýðræðislegra kosninga AP

Göran Lennmarker, forseti þingmannasamtaka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, (ÖSE) sagði í dag að þingkosningarnar í Rússlandi í gær hafi ekki staðist þær kröfur sem gerðar séu til lýðræðislegra kosninga.

Nefnd á vegum þingmannasamtaka ÖSE  fór til Rússlands til að fylgjast með þingkosningunum en stofnunin sjálf ákvað að senda ekki eftirlitsmenn vegna ágreinings við rússnesk stjórnvöld um framkvæmd eftirlitsins. Síðar var ákveðið að senda lítinn hóp evrópskra þingmanna til að hafa eftirlit með kosningunum í stað þess að senda fullskipaðan hóp eftirlitsmanna.

Luc Van den Brande, sem fór fyrir þingmannahópnum, gagnrýndi m.a. að vald væri illa aðgreint í landinu, þá eru gagnrýnd mikil áhrif forsetaembættisins og forsetans, Vladimírs Pútíns, á kosningabaráttuna og jafnframt skortur á leynd við framkvæmd kosninganna.

Van de Brande sagði á blaðamannafundi þar sem afstaða þingmannasamtaka ÖSE var kynnt að svo virtist sem kosningarnar hafi frekar verið eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla um stefnumál Vladimírs Pútíns en þingkosningar.

Þegar um 98% atkvæða höfðu verið talin hafði Sameinað Rússland, flokkur Pútíns fengið 64,1% atvæða.

Rússneska yfirkjörnefndin hefur alfarið hafnað allri gagnrýni á kosningarnar og segir hana ekki eiga við rök að styðjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert