Fylgi Huckabees eykst umtalsvert meðal repúblikana

Mike Huckabee.
Mike Huckabee. Reuters

Ný könnun, sem birt var í Bandaríkjunum í dag um fylgi við forsetaframbjóðendur, sýnir að Mike Huckabee, fyrrum ríkisstjóri Massachusetts, hefur aukið fylgi sitt meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins.

Svo virðist, sem Huckabee sæki fylgi sitt einkum til Suðurríkjamanna og íhaldssamra kjósenda en á sama tíma hefur fylgi Freds Thompsons minnkað, samkvæmt könnuninni, sem AP fréttastofan og Ipsos stofnunin gerðu. 

Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York nýtur enn mests fylgis en vísbendingar eru um að stuðningur við hann sé í rénun, einkum í Suðurríkjunum.

Samkvæmt könnuninni vilja 26% af repúblikönum og stuðningsmönnum flokksins að Giuliani verði forseti, 18% vilja Huckabee en fylgi hans mældist 10% í október, fylgi John McCain var 13%, Mitt Romney 12% og  Thompson 11%.

Staða frambjóðenda demókrata hefur nánast ekkert breyst milli mánaða. Fylgi Hillary Rodham Clinton mælist 45%, Barack Obama er með 23% fylgi og John Edwards 12%. Nýleg könnun bendir þó til, að frambjóðendurnir þrír njóti allir jafnmikils fylgis í Iwoa þar sem fyrstu forkosningarnar verða 3. janúar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert