Blair tekur kaþólska trú

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti í minningarathöfnina.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti í minningarathöfnina. AP

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið kaþólska trú. Blair tók trúna við messu í kapellu í Lundúnum í gærkvöldi að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.

Getgátur hafa verið uppi um að Blair myndi taka kaþólska trú. Cherie, eiginkona hans, er kaþólsk, börn hans hafa sótt kaþólska skóla og hefur hann reglulega sótt kaþólskar messur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert