Drottningin á YouTube

Elísabet flytur jólaávarp sitt í Buckingham-höll.
Elísabet flytur jólaávarp sitt í Buckingham-höll. Reuters

Í fimmtugasta jólaávarpi sínu, sem Elísabet Bretlandsdrottning flutti í dag og er birt á YouTube í fyrsta sinn, hvatti hún áheyrendur til að leiða hugann að hlutskipti þeirra sem minna mega sín og eru á jaðri samfélagsins.

„Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum með því að bjóða fram tíma, hæfileika eða eignir, og axlað okkar skerf af ábyrgð á velferð þeirra sem finnst þeir afskiptir,“ sagði Elísabet í 15 mínútna ávarpi, sem tekið var upp fyrir nokkrum dögum.

Elísabet bar sömu hálsfesti og hún var með þegar hún tók upp sitt fyrsta jólaávarp 1957. Hún er nú 81 árs. Hún sagði ennfremur í ávarpinu að fjölskyldugildi væru jafn mikilvæg nú sem endranær.

Nú er í fyrsta sinn hægt að skoða jólaávarp Elísabetar á síðu konungsfjölskyldunnar á YouTube.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert