Mörg hundruð felldir

Tyrkneskir hermenn við landamærin að Írak á laugardaginn.
Tyrkneskir hermenn við landamærin að Írak á laugardaginn. Reuters

Tyrkneski herinn hefur fellt hundruð kúrdískra uppreisnarmanna og gert árásir á yfir 200 skotmörk í norðurhluta Íraks á undanförnum tíu dögum, að því er herinn greinir frá.

Allt að 175 uppreisnarmenn féllu 16. desember, segir ennfremur í tilkynningu frá tyrkneska hernum. Árásir hafa verið gerðar í dag. Tyrkir segja að uppreisnarmenn úr röðum Verkamannaflokks Kúrda, PKK, hafi staðið að árásum á Tyrkland frá bækistöðvum í Norður-Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert