Reykingabann í París og Berlín

Þýski veitingahúsaeigandinn Michael Windisch hefur komið upp aðstöðu fyrir reykingafólk …
Þýski veitingahúsaeigandinn Michael Windisch hefur komið upp aðstöðu fyrir reykingafólk á veitngahúsi sínu. Reuters

Bannað er að reykja á veitingastöðum og krám í höfuðborgum Frakklands og Þýskalands á nýju ári. Þrátt að lög sem banna reykingar taki gildi í hluta Þýskalands nú um áramót hafa stjórnvöld í Berlín ákveðið að gefa veitingahúsum og reykingafólki sex mánaða aðlögunartíma áður en hart verður tekið á broti á lögunum. Tæplega þriðjungur Þjóðverja reykir, samkvæmt frétt á vef BBC.

Fréttamaður BBC í París segir að viðhorf Frakka til reykingabannsins hafi breyst gríðarlega síðastliðið ár. Áður var óttast að reykingabannið yrði virt að vettugi en nú telji flestir að því verði framfylgt án teljandi vandræða.

En heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi ákváðu að gefa reykingafólki möguleika á að reykja í friði yfir áramótin og frestuðu gildistöku laganna til 2. janúar. Eftir það geta þeir sem brjóta lögin, með því að reykja á þeim svæðum sem bannað er að reykja, átt yfir höfði sér sekt, allt frá 4-50 evrum en þeir eigendur veitingastaða eða kaffihúsa sem þykjast ekki verða varir við reykingar á stöðum sínum geta átt von á því að þurfa að greiða 750 evrur í sekt.

Talið er að 13,5 milljónir Frakka reyki en alls búa 60,7 milljónir manna í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert