10 féllu í sjálfsvígsárás

Yfirvöld í Írak segir að árásum á saklausa borgara í …
Yfirvöld í Írak segir að árásum á saklausa borgara í landinu fari fækkandi. Í desember féllu 480 í árásum. Árið 2006 létust um 2000 manns í sama mánuði. AP

Tíu féllu í sjálfsvígsprengjuárás sem var gerð í borginni Baquba í Írak í dag. Flestir hinna látnu eru sagðir vera sjálfboðaliðar í varahersveitum sem berst gegn al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Fimmtán særðust í árásinni.

Að því er fram kemur á fréttavef BBC hafa fjölmargar árásir verið gerðar á sjálfboðaliðanna að undanförnu, en meirihluti liðsmanna eru súnnítar.

Í gær létust 30 í sjálfsvígsárás sem var gerð á fólk sem var viðstadd jarðarför í Bagdad. Fólkið sem lést í gær var svo borið til grafar í dag.

Nokkur írösk ráðuneyti birtu jafnframt í gær tölulegar upplýsingar sem sýna fram á að saklausum borgurum sem falla í árásum í landinu fari fækkandi.

Alls létust 480 í desember en tveimur mánuðum fyrr var tala látinna 900 talsins. Í desember árið 2006 létust um 2000 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert