Bill Clinton telur að kyn og kynþáttur ráði úrslitum í S-Karólínu

Bill Clinton telur að kona sín, Hillary, kunni að bíða lægri hlut í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu á laugardaginn vegna þess að margir blökkumenn muni greiða Barak Obama atkvæði. Clintonhjónin hafa lagt á það áherslu að þau telji Obama njóta mests stuðnings í S-Karólínu og vilja með því draga úr hugsanlegum áhrifum taps Hillary þar.

Fátt annað hefur komist að í forkosningabaráttu demókrata en keppnin milli Clintons og Obamas, og lítið farið fyrir John Edwards, sem er í þriðja sætinu.

Bill sagði í Charleston í gærkvöldi að það „væri skiljanlegt“ að fólk greiddi atkvæði með tilliti til kynferðis og kynþáttar „vegna þess að fólk fyllist stolti þegar einhver sem það samsamar sig við kemur fyrst fram á sjónarsviðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert