Palestínumenn streyma yfir landamærin

Þúsundir Palestínumanna fóru yfir landamæri Gasasvæðisins til Egyptalands í morgun en gat var rofið í vegg á landamærunum í gær. Fólkið fer yfir landamærin til að kaupa eldsneyti, mat og aðrar nauðsynjar og jafnvel til að heimsækja ættingja sína sem það hefur ekki getað hitt frá því landamærum Gasasvæðisins var lokað í júní.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa ekki gert neina tilraun til að stöðva straum Palestínumanna yfir landamærin þrátt fyrir kröfur Ísraela um að þeim verði lokað að nýju. Segja Ísraelar mikla hættu á að herskáir Palestínumenn notfæri sér þetta tækifæri til að smygla vopnum inn á Gasasvæðið. 

Egypskir sölumenn hafa komið upp sölubúðum við landamærin þar sem þeir selja eldsneyti og matvæli á mun lægra verði en greiða þarf fyrir þær á Gasa.

„Við viljum bara frelsi," segir Adel Tildani sem var á leið að sækja tengdamóður sína til Egyptalands. „Ég þarf ekki að kaupa neitt. Frelsið er mikilvægara.”

Palestínumaður fer með eldsneyti á brúsa yfir landamæri Egyptalands og …
Palestínumaður fer með eldsneyti á brúsa yfir landamæri Egyptalands og Gasasvæðisins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert