Ísraelum „mistókst alvarlega“

Ísraelskir hermenn í Líbanon 12. ágúst 2006.
Ísraelskir hermenn í Líbanon 12. ágúst 2006. Reuters

Ísraelar gerðu „alvarleg mistök“ í stríði sínu gegn Hezbollah-skæruliðum í Líbanon í hittiðfyrra, að því er segir í skýrslu opinberrar rannsóknarnefndar sem ísraelsk yfirvöld skipuðu til að kanna málið. Nefndin birti lokaniðurstöðu sína í dag.

„Þetta stríð var stórfelld og alvarleg mistök,“ sagði Eliyahu Winograd, fyrrverandi dómari og formaður nefndarinnar, er hann greindi frá niðurstöðunum í dag.

Bætti hann því við að háttsettir menn bæi í stjórnmálum og hernum hafi gert „mörg mistök.“ Það hafi verið alvarlegur misbrestur að hefja stríðið án þess að fyrir lægi áætlun um hvernig herinn yrði kvaddur til baka.

Þá hefðu aðgerðir landhersins á síðustu dögum stríðsins ekki skilað tilætluðum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert