Uppreisnarmenn stefna á forsetahöllina

Uppreisnarmenn stefna á forsetahöllina.
Uppreisnarmenn stefna á forsetahöllina. mbl.is/KG

Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Tsjad hafa ráðist inn í höfuðborgina N'Djamena og stefna nú að sögn sjónarvotta á forsetahöllina. Utanríkisráðherra landsins sagði í samtali við BBC fréttavefinn að forseti landsins Idriss Deby Itno væri í höllinni og að stjórnarherinn hefði stjórn á málum í höfuðborginni.

„Öll borgin er í höndum uppreisnarmanna nú er bara verið að taka til," sagði heimildarmaður AFP fréttastofunnar. Harðir bardagar geisuðu í um þrjá tíma í morgun en upp úr hádegi munu skothríðirnar hafa minnkað til muna en svartur reykur hefur sést stíga upp af forsetahöllinni.

Frakkar og Bandaríkjamenn hafa skipað ríkisborgurum sínum að halda til ákveðinna borgarhluta og búa sig undir að yfirgefa landið.

Afríkuráðið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að menn hafi miklar áhyggjur af þróun mála í Tsjad.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert