Erkibiskupinn skýrir mál sitt

Dr Rowan Williams erkibiskupinn af Kantaraborg.
Dr Rowan Williams erkibiskupinn af Kantaraborg. Reuters

Erkibiskupinn af Kantaraborg, æðsti maður bresku Biskupakirkjunnar mun í dag ávarpa breska kirkjuþingið. Að sögn hefur hann ákveðið að breyta ræðu sinni vegna harðrar gagnrýni sem hann hefur sætt um ummæli sem hann lét falla í útvarpsviðtali um helgina.

Gordon Brown forsætisráðherra mun hafa beðið hann um að skýra betur mál sitt.

Á fréttavef BBC kemur fram að gefið hafi verið í skyn að erkibiskupinn, Dr Williams muni breyta út af áætlun sinni um að ræða þá erfiðleika sem kristið fólk í Zimbabwe þarf að kljást við og skýra betur hvað hann átti við er hann sagði í útvarpsviðtali fyrir helgi að það væri óumflýjanlegt að taka upp hluta af sharia-lögum múslíma á Bretlandi.


Hann hefur staðið harður á því að hann meini að taka eigi upp tvö mismunandi sett af lögum í landinu en heyrst hafa óánægjuraddir sem kalla eftir afsögn hans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert