Réttarhöld í meintu örbylgjuofnsmorði ómerkt

Dómari í Ohio í Bandaríkjunum hefur ómerkt réttarhöld yfir konu, sem ákærð var fyrir að myrða mánaðar gamalt barn sitt árið 2005 með því að setja það inn í örbylgjuofn. Hafa ný vitni gefið sig fram, sem styðja fullyrðingar konunnar um að hún sé saklaus.

John Kessler, dómari, tók þessa ákvörðun eftir að hafa heyrt hvað unglingur, sem segist hafa verið í íbúð konunnar kvöldið sem barnið lést, hafði fram að færa. Faðir unglingsins bar einnig vitni í herbergjum dómarans.

Dómarinn sagði, að saksóknarar hefðu beðið sig um að hunsa vitnisburð feðganna þar sem hann væri ekki trúverðugur. En dómarinn sagðist telja að um væri að ræða nýjan vitnisburð, sem verjendur konunnar hefðu ekki fengið tækifæri til að skoða.

Kessler leysti kviðdóminn undan skyldum og fyrirskipaði, að ný réttarhöld skuli fara fram í málinu. 

Konan var ákærð fyrir morð eftir að í ljós kom að barn hennar var með innvortis brunasár, en engin sár utan á líkamanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert