Lögreglurannsókn á hvarfi Madeleine nær lokið

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann er nær lokið að sögn Alberto Costa, dómsmálaráðherra í Portúgal.

Níu mánuðir eru liðnir frá því hin þriggja ára Madeleine hvarf úr íbúð þegar hún var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni á Praia de Luz í Portúgal. 

Alberto Costa hafnar ummælum um að lögreglunni í Portúgal hafi mistekist í rannsókninni og segir of snemmt að segja til um það.  Ekkert hefur spurst til Madeleine síðan 4. maí í fyrra, og engir grunaðir hafa verið ákærðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert