Svíi grunaður um hryðjuverk

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið Svía sem er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkum í Sómalíu. Mikil leynd hvílir yfir málinu en maðurinn sem er 23 ára var handtekinn á leið sinni til Svíþjóðar í byrjun þessa mánaðar.

Sænskir fjölmiðlar skýra frá því að franska blaðið L'Express hafi skýrt frá málinu og að sænska utanríkisráðuneytið hafi staðfest að sænskur ríkisborgari sé í haldi frönsku lögreglunnar en getur ekki tjáð sig um hvers vegna.

Starfsfólk í sænska sendiráðinu hefur ekki heimsótt manninn í fangelsi en honum hefur verið séð fyrir lögfræðingi sem sagði í samtali við Dagens Nyheter að manninum liði vel en lögfræðingurinn mátti heldur ekki tjá sig um fyrir hvað maðurinn væri kærður.


Samkvæmt L'Express barðist Svíinn með íslamistum í Sómalíu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert