Skóla í Kentucky lokað vegna vopnaleitar

Frá Fern Creek menntaskólanum í dag.
Frá Fern Creek menntaskólanum í dag. AP

Fern Creek menntaskólanum í Louisville í Kentucky var lokað í dag eftir að lögregla fékk ábendingu um að einhver væri með skotvopn í skólanum. Lögregla leitaði í skólanum en ekkert vopn fannst, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í öryggisskyni var grunnskóla í nágrenninu einnig lokað.

Yfir 1.200 nemendur eru í skólanum en stúlka hafði samband við lögreglu þar sem hún taldi sig sjá ungan pilt vopnaðan skammbyssu í mötuneyti skólans. Sjónvarpsstöðvar mættu fljótlega á staðinn og foreldrar enda höfðu í einhverjum tilvikum börn þeirra sent þeim smáskilaboð um að þau væru lokuð inni í kennslustofum á meðan leit stóð yfir að vopninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hilmar Guðmundsson: USA
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert