Viðbúnaður við Gasa

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísraelsar hafa hert öryggisgæslu við landamærin að Gasa vegna fyrirhugaðra mótmæla Palestínumanna. Mánuður er liðinn frá því að Ísraelar lokuðu landamærunum fyrir nær öllum flutningum. Tugir þúsunda kvenna og barna ætla í dag að haldast í hendur og mynda keðjur eftir endulöngu svæðinu til að mótmæla þvingunaraðgerðum Ísraela.

Skipuleggjendur mótmælanna segja þau friðsamleg og að ekki standi til að brjótast yfir landamærin. Ísraelska blaðið Haaretz segir að óttast sé að mannfall verði ef ísraelskar hersveitir reyni að stöðva mótmælin.

Talsmenn ísraelska hersins segjast hins vegar ekki ætla að skipta sér af friðsamlegum mótmælum inni á Gasa-svæðinu.

Skipuleggjendur mótmælanna segja þau friðsamleg og að ekki standi til að brjótast yfir landamærin. Ísraelska blaðið Haaretz segir að óttast sé að mannfall verði ef ísraelskar hersveitir reyni að stöðva mótmælin.

Talsmenn ísraelska hersins segjast hins vegar ekki ætla að skipta sér af friðsamlegum mótmælum inni á Gasa-svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert