Ísraelar gera loftárásir á Gasa

AP

Ísraelar hafa gert loftárásir í morgun á meinta öfgamenn á Gasa-svæðinu í morgun, degi eftir að karlmaður lést í eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna.

Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert hitti Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær og hét því að herða aðgerðir vegna eldflaugaárásanna þrátt fyrir áhyggjur Rice af öryggi óbreyttra borgara á Gasa.

Olmert ræddi við Rice í Tókýó, en Rice er að ljúka ferð sinni um austurhluta Asíu en þaðan fer hún til Miðausturlanda þar sem ætlunin er að ýta á eftir friðarferlinu í Ísrael og Palestinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert