Ísraelar halda árásum áfram

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á Gasa-svæðinu í nótt en 32 Palestínumenn hafa látist í árásunum síðan á miðvikudagsmorgun, bæði óbreyttir borgarar og herskáir Palestínumenn sam haldið hafa uppi eldflaugaárásum á Ísrael.

Fjórir drengir og sex mánaða gamalt ungabarn eru meðal þeirra látnu. Þá eru ökumenn á Gasa eru sagðir halda sig heima af ótta við að gerðar verði árásir á ökutæki á ferð.

Ehud Olmert, forsætisráöherra Ísraels, segir að ekki verði saminn friður við þjóð sem se að myrða landsmenn sína.

,,Eina skilyrðið sem við setjum Palestínumönnum er að morðum á saklausum Ísraelum verði hætt, hættið að skjóta Qassam eldflaugum að íbúabyggðum í Ísrael og þá getum við samið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert