Watson sakar hvalafangara um að hafa skotið á sig

Paul Watson, stofnandi og forsprakki Sea Shepherd-samtakanna, segist hafa orðið fyrir skoti í deilum við japanska hvalafangara í Suðurhöfum í morgun.

Watsson er skipstjóri á skipi Sea Shepherd samtakanna, Steve Irwin, og lentu þeir í átökum við áhöfn hvalveiðiskipsins Nisshin Maru í morgun.

Að sögn Watson hæfði skotið skothelt vesti sem hann var í þannig að honum varð ekki meint af. Hins vegar segir utanríkisráðherra Ástralíu, Stephen Smith, að stjórnvöld í Japan segi að ekki hafi verið skotið á hvalavinina, einungis hafi verið skotið viðvörunarskotum upp í loftið. Watson staðhæfir hins vegar að um byssukúlu hafi verið að ræða og þeir hafi kúluna því til sönnunar.

Að sögn Watson höfðu liðsmenn Sea Shepherd kastað fýlusprengjum að hvalveiðiskipinu og þeir hafi svarað með því að kasta litlum sprengjum (e:flash grenades) á móti þegar hann hafi orðið fyrir skoti. Það sem hafi bjargað lífi hans hafi verið vestið. 

HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert