Lögfræðingur leitar Madeleine á ný

Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí …
Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí á síðasta ári. Reuters

Lögfræðingurinn Marcos Aragao Correia hefur á ný ráðið kafara til að leita vísbendinga um örlög bresku stúlkunnar Madeleine McCann í afskekktu stöðuvatni á Algarve í Portúgal. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. 

Correia segist hafa heimildir fyrir því úr undirheimum að líki stúlkunnar hafi verið kastað í vatnið skömmu eftir að henni var rænt úr sumarleyfisíbúð fjölskyldunnar. Hann, lét einnig leita á svæðinu í desember, og fjármagnar leitina sjálfur þar sem hann segir lögreglu hafa neitað að taka vísbendingar hans alvarlega.  

Þá hafa Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, vísað staðhæfingum hans á bug og sagt hann hafa það eitt að markmiði að vekja athygli á sjálfum sér. Hjónin segjast sannfærð um Madeleine sé enn á lífi og vilja að allar aðgerðir miði að því að finna hana lifandi.

 Ekkert hefur enn fundist við leitina í vatninu annað en hvítur sokkur, snærisbútar og límbandsleifar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert