Segir Bandaríkin ekki í stríðshugleiðingum

Dana Perino, talsmaður Hvíta hússins.
Dana Perino, talsmaður Hvíta hússins. AP

Talsmaður Hvíta hússins segir að enginn sem eigi sæti í ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta vilji fara í stríð við Íran, þrátt fyrir að Bush hafi ekki útilokað neitt í samskiptum ríkjanna.

„Það er enginn í ríkisstjórninni sem hefur lagt neitt annað til en að rætt verði við Írana á diplómatískum nótum,“ sagði Dana Perino.

Þá neitaði hún því að William Fallon aðmíráll, sem var yfirmaður bandaríska heraflans í Miðausturlöndum, hafi sagt af sér vegna þess að hann væri andvígur stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Írans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert